Hróksfórnin

Ég ákvað að fórna hrók fyrir betra tafl í 22.leik, ég vonaði að andstæðingurinn myndi gleyma sér augnablik sem hann gerði. Andstæðingurinn tefldi ónákvæma byrjun. Ég beið því að það er gott að komast á bak við peðin.

Braust í gegnum brimvörn svarts og hafði sigur

Mér leist ekki á blíkuna þegar svartur hóf peðasókn á báðum vængjum. Ég ákvað að setja allt í lás þegar ég sá að lína opnaðist og ég var einum leik á undan. Mér fannst þetta lærdómsrík skák. Það er oftast hættulegt að fara fram með öll peðin því að þá getur andstæðingurinn laumað sér á bak við þau og sett allt í uppnám.

Tókst að halda jafntefli peði undir í skemmtilegri skák

Mér tókst að halda jöfnu með peði undir með svart á netmóti Goðans í spennandi skák þar sem biskupapörin bæði voru í senn aðþrengd og frjáls. Ég ákvað að þiggja jafntefli peði undir. Tel það hafa verið skynsamlegt í stöðunni. Skemmtileg skák.

Sá aldrei til sólar

Ég var með svart í þessari skák sem ég vann örugglega á netmóti Goðans. Andstæðingurinn sá aldrei til sólar að eigin sögn.

Baráttuskák

Ég er með svart gegn mér sterkari skákmanni. Ég lék af mér í 17 og 25 leik en mér tókst engu að síður að vinna með svörtu. Ég er ánægður með taflmennskuna í seinni hluta skákarinnar.

Þjarmað að hvítum, engin grið gefin

Ég ákvað að fórna riddaranum fyrir skiptamun sem gaf góða raun. Átti nokkra valkosti en valdi þessa leið til vinnings á netmóti Goðans.

Ónákvæmni beggja, hvítur vann

Hér voru nokkur mistök gerð, ég lék af mér í 39 leik, andstæðingurinn sömuleiðis sem betur fer og ég náði frumkvæðinu og rústaði honum en hann virtist aldrei vilja gefast upp en ég var þolinmóður.

Þolgæði þrautir vinnur allar

Andstæðingurinn hefði átt að gefast upp fyrr, alla vega í 43 leik. Ég er þokkalega sáttur við frammistöðu mína í þessari skák sem er ein af lengstu og síðustu skákunum sem ég tefli fyrir ,,Team Checkmate" sem reyndar er mát og er ekki til lengur á Gameknot. Ég þarf að finna mér annað lið þar á vefsíðunni.

Að vinna rétt úr stöðunni

Hér tókst mér nokkuð vel upp að vinna úr peðastöðunni í lokin þannig að svörtum var ekki annarra kosta völ en að gefast upp. Hann hefði átt að gefast fyrr upp að mínu mati.

Skondinn sigur

Stundum gerast skondnir hlutir. Ég lék herfilega af mér en andstæðingurinn tók ekki eftir því. Hann hélt að hann væri að missa drottninguna og gaf. En hann hefði getað drepið riddarann minn með biskupnum. Þessir biskupar!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband