Hvað var hvítur að hugsa og þá svartur?

Hvítur og svartur misstu af sóknarfærum í þessari skák, svo virðist sem svarti hafi sést yfir að geta tekið drottninguna af hvítum en svo var reyndar ekki. Hann sá fyrir sér að geta hugsanlega mátað hvítan og það gekk eftir.

Nú var það svart maður

Ég lék með svörtu í þessari skák gegn bluemarble í liðakeppni. Hvít sást yfir nokkra góða leiki og tapaði þegar svartur hóf beitta gagnsókn með hrók í lokin.

Áhlaupi hvíts hrundið

Hvítur sótti af miklum þunga en mér tókst að hrinda árásinni og knýja fram mát í lokin. Velti riddaraleiknum lengi fyrir mér í lokin sem reyndist réttur enda benti hróksleikur hvíts áður til þess að hann myndi taka riddarann.

Svartur lék af sér drottningu

Andstæðingur minn lék ekki vel í þessari skák og lék af sér drottningu og gaf við svo búið

Skák og mát

Hér tefldi ég við hampmeister með svörtu og tókst í endataflinu að máta hann eftir að hafa gefið honum færi á mér. Ég vonaðist til að hann myndi gleyma sér eitt augnablik sem hann gerði.

Gaffallinn afdrifaríki

Ég tefli oft drottningarbragðið, d 4 vegna þeirra sóknarfæra sem hvítur fær. Hér tókst mér sæmilega upp og lagði svartan með skemmtilegum gaffli þannig að hann gafst upp.

Svartur hefði jafnað taflið með drottningarskiptum en sást yfir það

Svartur hefði jafnað taflið með drottningarskiptum en sást yfir það nokkrum sinnum. Ég tefldi þessa skák ágætlega. Ég hefði þó átt að hóta svörtu drottningunni fyrr með biskupnum og fengið þá betra tafl en ég sá það ekki.

Þjarmað að svörtum til sigurs

Hér tókst mér að sauma að svörtum. Var að velta fyrir mér að taka peðið með drottningu en óttaðist að hún yrði innlyksa og dró mig til baka.

Drottningarárás hvíts hrundið

Mér tókst með svörtu að hrinda skæðri drottningarárás. Mér leist engan vegin á blikuna í fyrstu en tókst að snúa taflinu mér í vil að þessu sinni, skemmtileg skák fyrir vikið.

Einum leik á undan í lokin

Ég var að skoða skákir sem ég tefldi á Gameknot í september og rakst á þessa sem ég tefldi nokkuð vel, einkum í lokin þar sem ég reyndi að vanda mig. Á köflum mátti ekki á milli sjá hvor hefði betur. En ég var einum leik á undan.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband