Mistök á báða bóga

Lék af mér manni en náði samt að sigra að lokum þegar andstæðingurinn lék af sér hrók. 

Skákaði af honum drottninguna

Ég skákaði af honum drottninguna í endatafli, tefldi sæmilega.

Svartur með krók á móti bragði

Nú er ég farinn að tefla á litlu móti á Gameknot og vann þessa skák með svörtu í nokkrum leikjum. Kom andstæðingnum á óvart með góðum Drottningarleik, óverjandi mát. Ég var að koma heim af síðustu æfingu vetrarins hjá Goðanum Máta á Húsavík :-) Vann formanninn sjálfan með svörtu líka. Ég hafði á orði á æfingunni að ég væri svarti sauðurinn. Ég var yfirleitt með svart í skákunum fimm. 

Svartur brá fyrir sig Sikileyjarvörn

Svartur brá fyrir sig Sikileyjarvörn og hafði sigur í endataflinu eftir mikla baráttu.

Gaffallinn afdrifaríki

Það tóm mig langan tíma að tapa þessari skák. Að lokum setti hann á mig gaffal og þá var ævintýrið búið.

Skáksíða yfir byrjanir

Ég rakst á góða síðu yfir byrjanir. Slóðin er www.chessopenings.com

Svartur gaf peð fyrir sóknarfæri biskupanna

Ég sá mögulegt sóknarfæri með svart undir lok skákarinnar að gefa peð fyrir sóknarfæri biskupanna beggja og drottningarinnar. Það gekk upp að þessu sinni.

Með Pálmann í höndunum í ellefta leik

Á Pálmasunnudag vann ég þessa skák í 12 leikjum. Mér fannst ég tefla þessa skák nokkuð vel því að andstæðingurinn tefldi ekki nógu nákvæmlega. Því skildi milli feigs og ófeigs.

Fékk frípeð og þá var ekki sökum að spyrja

Á föstunni skal gefa bandingjum lausn og náða þá hversu lítil peð sem þeir eru. Ég fékk frípeð og tókst að sigra andstæðinginn í langri skák sem ég tefldi ágætlega finnst mér.

Betra að flýta sér hægt

Ég ákvað að taka þátt í hraðhlaupi upp stiga á Gameknot, ( fast ladder) Það er að vísu ekki meira hraðhlaup en svo að nægur tími gefst til umhugsunar. Andstæðingurinn minn virðist samt ekki hafa gefið sér tíma til að íhuga stöðuna, svo mikið lá honum á að komast upp stigann.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband