Færsluflokkur: Spil og leikir

Teflt til vinnings á hvítt

Þessa skák vann ég á netmóti Goðans sem stendur yfir í vetur. Taflmenn andstæðingsins eru frekar illa staðsettir og færði ég mér það í nyt með því að koma riddurum mínum í góðar stöður.

Endataflið

Þesari tapaði ég í endataflinu,miðtaflið ekki nógu gott hjá mér.

Vinningur innbyrtur snoturlega

Ég náði að mér fannst að ná fram vinningi með snoturlegum hætti í þessum hætti. Að vísu tefldi andstæðingurinn illa, alveg herfilega reyndar.

Drottningarbragð með hælkrók

Hér legg ég ég upp með drottningarbragði, sýni snaggaralega takta og legg andstæðinginn með hælkrók í 16 leik og hann gafst upp.

Eftir höfðinu..

Að undanförnu hef ég reynt að gefa mér betri tíma til að tefla hvern leik. Hér náði ég að vinna andstæðinginn af því að hann lék af sér manni. Skákin var í járnum fram að því

Vinningur í höfn eftir langa mæðu

Ég var að vinna skák á gameknot gegn bogumil29. Ég hef ekki teflt vel að undanförnu. Í þessari skák yfirsést mér riddari sem ég gat tekið en mér tókst samt að hala inn vinning.

Saumaði að svörtum jafnt og þétt

Hvítur saumaði að svörtum og gaf engin grið að víkingasið. Snörp og sæmilega tefld skák af minni hálfu, sérstaklega í lokin. Njótið

Sást yfir margt en vann samt

Það er stundum erfitt að sjá réttu leikina í stöðunni. Hér er ég með hvítt og hefði átt að innbyrða sigur fyrr í skákinni.

Keppnisskap í deildakeppninni í Rimaskóla

Eitt af því sem gefur lífinu gildi er að taka þátt í deildakeppninni í Skák, íslandsmóti skákfélaga. Það er magnað að taka sér sæti í salnum í Rimaskóla ásamt 500 öðrum keppendum, félögum sínum í Goðanum og öðrum. Eitt af því sem ég tek alltaf með mér er Goðatreyjan mín og hatturinn minn. Ég kemst í keppnisskap þegar ég hef klætt mig í téða treyju og sett hattinn á höfuð mitt. Það sakar ekki að geta sett barðið örlítið niður til þess að andstæðingurinn geti ekki horft í augun á mér. Þetta er hluti af sálfræðihernaðinum. Áfram Goðinn

Sæmileg taflmennska

Hér tefldi ég kóng indverska vörn að mig minnir. Náði góðri sókn með hvítum sem svartur átti ekki svör við.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband