Skákin sú við félaga Sigurð

Ein eftirminnilegasta skákin mín í netheimum er við félaga Sigurð sem tapar fáum skákum á þessum vettvangi. Mér tókst af einskærri rælni að vinna hann með nokkrum riddaraleikjum í lokin eftir að hafa króað drottninguna hans af um tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sniðugt! Flott mát þarna í lokin. Hvar ertu að tefla þetta?

Grefill (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 06:58

2 Smámynd: Sighvatur Karlsson

Ég tefldi við hann að www.gameknot.com Við erum báðir félagar í skákfélaginu Goðanum í Þingeyjarsýslum sem heldur úti virku bloggi og starfssemi nærri árið um kring.

Sighvatur Karlsson, 12.7.2010 kl. 08:49

3 identicon

Skemmtilegt að geta "embeddað" þetta svona inn á eigin bloggsíðu. Væri til í að eiga nokkrar sem ég hef telft!

Grefill (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 08:58

4 Smámynd: Sighvatur Karlsson

Já, þetta er skemmtilegt. Ég verð nú líka að birta skákir sem ég hef tapað með eftirminnilegum hætti. Ég byrjaði að gera þetta í gærkvöldi að fenginni tilsögn. Þetta er frekar einfalt

Sighvatur Karlsson, 12.7.2010 kl. 09:22

5 identicon

Getur maður sett upp skákþrautir og dæmi? Veistu það?

Grefill (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 09:44

6 Smámynd: Sighvatur Karlsson

Ég held það hljóti að vera hægt, af gameknot yfir á bloggið alla vega. Ég nota Chess base forritið við þetta.

Sighvatur Karlsson, 12.7.2010 kl. 10:08

7 Smámynd: Skákfélagið Goðinn

Flott Sighvatur. Sé að þetta hefur heppnast..

Grefill.. Ef þú skráir þig sem frían notanda á gameknot getur þú fengið allskonar chess-tools sem þú getur svo tengt við vefsíðu þína.. Að vísu virka þessi chess-tools ekki inn á mbl-bloggið. En þau virka inn á td. 123.is vefkerfið.

Skákfélagið Goðinn, 12.7.2010 kl. 10:28

8 Smámynd: Skákfélagið Goðinn

Ég og Sighvatur vistum skákir af gamknot (eða skákir sem við höfum teflt sjálfir í einhverjum mótum) inn í chessbase forritið og tengjum síðan viðkomandi skák sem skrá við bloggfærsluna. (bæta við skrá, hægra megin við ritilinn)

Þá kemur þetta svona út eins og sést hér fyrir ofna.

Skákfélagið Goðinn, 12.7.2010 kl. 10:31

9 identicon

Olræt ... ég ætla að prófa þetta.

Grefill (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband