Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Krókur hvíts á móti bragđi svarts

Ég ákvađ ađ taka ţátt í skák keppni sem ,,tarjos" stendur fyrir á gameknot. Hann var međ svart á móti mér og ćtlađi sér ađ fella mig strax međ hćlkrók en féll ţegar á eigin bragđi međ braki og brestum. Ţađ borgar sig stundum ađ fara sér hćgt á gameknot og fá sér te frekar en bjór ţegar ţar er teflt.

Riddari sterkari en biskup á endaspretti

Mér tókst rétt í ţessu ađ máta andstćđing minn međ riddara í skemmtilegu endatafli á gameknot síđunni. Ég taldi stöđu hans betri í endatafli međ biskup á móti riddara mínum en riddarinn minn steig darrađadans í lokin sem skilađi árangri ađ ţessu sinni.

Gaffallinn afdrifaríki

Ţegar leiđ á ţessa skák sá ég möguleika á ţví ađ skáka kóng andstćđingsins međ riddaranum og taka um leiđ drottningu hans. Ţađ tókst vegna ţess ađ ég setti pressu á riddara hans og hvítur lék af sér međ ţví ađ fćra riddara sinn til baka.

Peđaslagur á kóngsvćng

Mér finnst ţetta skemmtileg skák fyrir ţađ ađ hvítum tekst ađ verjast peđaframrás svarts á kóngsvćng og blása til sóknar á sama vćng međ sínum peđum og hafa betur.

Vel teflt međ svörtu

Ţessi skák er međ betri skákum sem ég hef teflt međ svörtu á gameknot, sérstaklega í endataflinu. Andstćđingurinn mun sterkari en ég miđađ viđ stigagjöf en ég sá vinningsleiđ ţegar leiđ á tafliđ. Skemmtileg skák fyrir mína parta sem sjaldan fer á partasölur

Eitruđ peđ

Ţađ er yfirleitt snúiđ ađ leika međ svörtum en ég ákvađ ađ láta vađa og fórna biskupi fyrir peđ og skákađi um leiđ drottningu hvíts. Eftir ţađ var eftirleikurinn auđveldur ađ ţessu sinni.

Af jörđu ertu kominn...

Félagi Hermann Ađalsteinsson er bóndi í Reykjadal. Hann yrkir jörđina sína vel og er góđur viđ fólk og málleysingja. Ég sit međ honum í stjórn skákfélagsins Gođans sem hann fer fyrir af röggsemi eins og allir vita í skákheiminum hér á landi.  Honum er í lófa lagiđ ađ sjá um ađ koma mér reglulega niđur á jörđina ţegar skákin er annars vegar, ađ grasrótinni. Ég hef hins vegar fullt umbođ til ađ koma fólki ofan í jörđina sem hann hefur ekki. Hér birti ég skák sem ég tefldi nýlega viđ hann á Skákţingi Gođans 2010.  Hann gaf mér engin griđ frekar en venjulega, enda engin ástćđa til ţví ađ mađur lćrir ekki síst af tapskákunum.

« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband